Um Skaftholt

Í Skaftholti í Skeiða-og Gnúpverjahreppi er að finna einstakt samfélag sem hefur það markmið að búa fólki með fötlun þroskavænlegt umhverfi til að halda heimili og stunda vinnu.  Skaftholt var stofnað árið 1980.  Frá upphafi hefur verið lögð stund á sjálfbæra lífræna/lífeflda ræktun og landbúnað sem byggður er á félagslegum grunni.
Í Skaftholti búa og starfa 8 einstaklingar með þroskahömlun á tveimur heimilum.
Í Skaftholti er rekið kúabú, hænsnabú og stundaður fjárbúskapur. Stefnan er að samfélagið sé sjálfu sér nægt um allar bú- og garðyrkuafurðir sem hægt er að framleiða á staðnum. Fjölbreytt grænmetisræktun fer einnig fram í þremur gróðurhúsum og á útisvæði .
Allar afurðir frá Skaftholti eru lífrænt vottaðar af Vottunarstofunni Tún. Einnig er stunduð vinna á vinnustofum sem tengjast búskapnum og ræktuninni m.a. við að fullvinna afurðir t.d. ostagerð, jurtavinnsla, smíði og ullarvinna.

Hvar er hægt að fá vörurnar okkar?

Bændur í bænum, Grensásvegi 10, 110 Reykjavík
Brauðhúsið Grímsbæ, Efstaland 26, 108 Reykjavík
Matabúr Kaju, Óðinsgötu 8b, 101 Reykjavík